Almennar upplýsingar

Íþróttaveisla UMFÍ fer fram sumarið 2022 frá júní og fram í byrjun september. Í veislunni verður boðið upp á fjóra nýja og spennandi viðburði á fjórum þéttbýliskjörnum á sambandssvæði Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Viðburðirnir fjórir samanstanda af Drulluhlaupi Krónunnar í Mosfellsbæ, Fyrirtækjaboðhlaupi Byko í Kópavogi, Hundahlaupi á Seltjarnarnesi og Forsetahlaupi á Álftanesi. Allir 18 ára og eldri sem finnst gaman að hreyfa sig og njóta lífsins með öðrum geta tekið þátt. Viðburðirnir fjórir dreifast yfir allt sumarið. 

Nánari upplýsingar koma innan tíðar.